Banaslys við Arnarstapa

mbl.is

Banaslys varð við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.

Fram kemur að rétt fyrir hádegi hefði lögreglunni borist tilkynning um að maður hefði fallið fram af björgum við Arnarstapa og lægi hreyfingarlaus í fjörunni neðan klettanna.

Arnarstapi.
Arnarstapi.

Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar. Ekki var hægt að komast að fjörunni, nema sjóleiðina. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi af lækni sem kom fyrstur á vettvang ásamt björgunarsveit, að því er segir í tilkynningunni.

Rigning og þoka var þegar slysið varð og mjög hált á bjargbrúninni. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert