Bjóða fólki að taka frá strandlengjur

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- …
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra opnuðu vefsíðuna strandhreinsun.is formlega í dag. mbl.is/Hákon

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, opnuðu vefinn strandhreinsun.is formlega í Geldinganesi í dag „með því að taka frá strandlengju fyrir starfsfólk sitt til þess að hreinsa,“ eins og fram kemur í tilkynningu.

Vefurinn er hvatning fyrir átakið Strandhreinsun Íslands sem sett var af stað árið 2021 af umhverfisráðuneytinu og stendur til ársins 2025. Átakið byggist á aðgerðaáætlun stjórnvalda í plastmálefnum: „Úr viðjum plastsins“.

Opið fyrir umsóknir um styrki til 9. júní

Allir geta tekið þátt í átakinu. Þátttakendur velja bút af strandlengju á korti á vefnum strandhreinsun.is og taka frá. Staðan á hreinsuninni verður jafnóðum gerð sýnileg á kortinu.

Fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum gefst færi á að sækja um styrk til verkefna sem felast í hreinsun strandlengjunnar sem Umhverfisstofnun ætlar að úthluta árlega næstu þrjú árin.

Opið er fyrir umsóknir fyrir úthlutun ársins 2023 til 9. júní.

mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert