Engar bætur eftir að sauðféð var tekið

Héraðsdómur dæmdi Matvælastofnun til að greiða bændunum samtals þrjár milljónir …
Héraðsdómur dæmdi Matvælastofnun til að greiða bændunum samtals þrjár milljónir króna í miskabætur árið 2020 en Landsréttur ómerkti dóm héraðsdóms og vísaði aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Þá var íslenska ríkið sýknað af kröfum bændanna. mbl.is/Árni Torfason

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2021 þar sem íslenska ríkið var sýknað af bótakröfu tveggja sauðfjárbænda að fjárhæð tæpra 12,5 milljóna króna vegna ákvarðana Matvælastofnunar um að talka allt sauðfé úr vörslu þeirra sökum slæms aðbúnaðar þess.

Héraðsdómur dæmdi Matvælastofnun til að greiða bændunum samtals þrjár milljónir króna í miskabætur árið 2020 en Landsréttur ómerkti dóm héraðsdóms og vísaði aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Þá var íslenska ríkið sýknað af kröfum bændanna.

Fór ekki gegn stjórnsýslulögum

Matvælastofnun var ekki talin hafa farið gegn rannsóknarreglu og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga eins og bændurnir vildu meina en í dómi Landsréttar kom fram að aðgerðir Matvælastofnunar hefðu átt sér langan aðdraganda og að endurtekin könnun hefði farið fram á aðstæðum og aðbúnaði sauðfjár á jörðinni.

Þá hafi ítrekað verið veittur frestur til að uppfylla kröfur Matvælastofnunar. Landsréttur taldi Matvælastofnun heimilt að slátra sauðfénu með tilliti til velferðar þess.

Málskostnaður var látinn niður falla og gjafakostnaður bændanna greiðist úr ríkissjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert