Farþegar Icelandair fastir í 36 klukkustundir

Í kringum 170 manns bíða nú á flugvelli í Skotlandi …
Í kringum 170 manns bíða nú á flugvelli í Skotlandi vegna „tæknilegs vandamáls“ sem uppgötvaðist í flugvélinni þegar hún lenti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþegar Icelandair hafa setið fastir í meira en einn og hálfan sólarhring á Glasgow-flugvelli þar sem þeir bíða eftir flugi til Íslands. BBC greinir frá þessu.

Í kringum 170 manns bíða nú á flugvellinum vegna „tæknilegs vandamáls“ sem uppgötvaðist í flugvélinni þegar hún lenti í Skotlandi.

Vélin átti að taka á loft klukkan 14 í gær.

Ferðamenn hafa meðal annars sagst vera uppgefnir vegna þessarar „hræðilegu upplifunar“.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert