Nemendur og kennarar Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík efndu í dag til mótmæla fyrir utan barna- og menntamálaráðuneytið vegna fyrirhugaðrar sameiningar framhaldsskólanna tveggja.
Nemendur og kennarar, ungir sem eldri, hafa margir gagnrýnt tillöguna að sameiningu skólanna tveggja. Formenn nemendafélaganna skólanna segja að skólarnir séu gjörólíkir. Menntaskólinn við Sund býður upp á þriggja anna skólakerfi en Kvennaskólinn upp á tveggja anna kerfi.