Gular viðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum og á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan 11 til 15 í dag.
Spáð er öflugum vindhviðum á norðvestanverðu landinu í dag. Þær verða varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind, að því er kemur fram í athugasemdum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Í dag gengur í sunnan og síðar suðvestan 13-20 metra á sekúndu með rigningu eða súld, en skúrum síðdegis og verður hvassast norðvestan til.
Bjart verður með köflum og lengst af þurrviðri fyrir austan. Hiti verður á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Suðvestan 13-18 m/s og skúrir eða dálítil rigning verða á morgun, en hægara og þurrt að kalla norðaustan til. Kólnar heldur í veðri.