Verktakafyrirtækið Þingvangur hefur samið við hótelkeðjuna City Hub um útleigu á Hverfisgötu 46 til gistireksturs. Þingvangur á húseignina og til stendur að innrétta þar gististað fyrir allt að 188 gesti.
Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs, segir verkefnið eiga sér langan aðdraganda. Viðræður hafi hafist fyrir fjórum árum en vegna farsóttarinnar hafi verkefnið verið sett á ís.
Verkefnið er fjármagnað í Landsbankanum.
Þingvangur byggði 70 íbúðir á Hverfisgötu 40-44 og í bakhúsum á Laugavegi 27 a og b. Nýr gististaður City Hub verður framhald af þeirri uppbyggingu og verður húsið allt endurnýjað, að innan sem utan.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.