Tekið er til hendi við tunnuskiptin

Mikolaj Zagozda, starfsmaður ÞÞÞ, með nýjar tvískiptar tunnur.
Mikolaj Zagozda, starfsmaður ÞÞÞ, með nýjar tvískiptar tunnur. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við þurfum að setja mikinn kraft í þetta,“ segir Guðmundur Ingþór Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÞÞÞ á Akranesi. Fyrirtækið hefur sem undirverktaki með höndum dreifingu á nýjum sorptunnum í Reykjavík. Hafist var handa nú í byrjun vikunnar.

Hið nýja fyrirkomulag í sorpmálum er að við flest sérbýlishús verða þrjár tunnur og bætt er við nýrri þar – en sú er fyrir blandaðan úrgang og matarleifar. Tunna númer tvö fyrir pappír og sú þriðja fyrir plastumbúðir.

Mismunandi fyrirkomulag á tunnumálum er við fjölbýli og fer útfærsla eftir aðstæðum hverju sinni. Rauði þráðurinn er þó að hvetja til aukinnar endurvinnslu og almennt betri nýtingar, samkvæmt hugmyndum og gildandi lögum um hringrásarhagkerfi. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert