Þrjú ríki samþykktu ekki Reykjavíkuryfirlýsinguna

Leiðtog­ar allra aðild­ar­ríkja Evr­ópuráðsins nema þriggja samþykktu Reykjavíkuryf­ir­lýs­ing­una á fundinum …
Leiðtog­ar allra aðild­ar­ríkja Evr­ópuráðsins nema þriggja samþykktu Reykjavíkuryf­ir­lýs­ing­una á fundinum í Hörpu. AFP/Halldor Kolbeins

43 af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins samþykktu Reykjavíkuryf­ir­lýs­ing­una. Þrjú aðildarríki Evrópuráðsins samþykktu hana ekki í heild sinni eða að hluta.

Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, við mbl.is.

Um er að ræða Serbíu, Armeníu og Aserbaídsjan.

Undirrituðu ekki yfirlýsingu um tjónaskrá

Leiðtog­ar aðild­ar­ríkja Evr­ópuráðsins samþykktu yf­ir­lýs­ing­una samhljóða án atkvæðagreiðslu á fundinum í Hörpu og er hún því kennd við Reykjavík. Stuðning­ur við Úkraínu, álykt­un í þágu úkraínskra barna, og skuld­bind­ing ríkj­anna við mann­rétt­indi, lýðræði og rétt­ar­ríkið eru megin­á­hersl­ur yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar.

Sömu ríki und­ir­rituðu ekki heldur yf­ir­lýs­ingu um tjóna­skrá Evr­ópuráðsins vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu auk ríkjanna Bosníu, Tyrklands og Ungverjalands. Með tjónaskránni er ætl­un­in að skrá­setja þann stríðsskaða sem Rúss­ar hafa valdið með inn­rás­inni í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert