Á fjórða hundrað nemendur og kennarar Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund komu saman fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið í dag og mótmæltu fyrirhugaðri sameiningu framhaldsskólanna tveggja.
Nemendur tóku til máls á mótmælafundinum en þeim finnst að samráð hefði átt að hafa við þá við ákvörðunartöku ráðuneytisins.
mbl.is var á staðnum og tók nemendur tali en myndskeiðið má sjá í spilaranum að ofan.