Blómaker í borginni eru 211 talsins

Hér sést glitta í blómaker í miðborginni.
Hér sést glitta í blómaker í miðborginni. mbl.is/Árni Sæberg

Um þessar mundir eru 211 blómaker í borgarlandinu. Þetta kemur fram í svari skrifstofustjóra borgarlands Reykjavíkur við fyrirspurn borgarfulltrúa Flokks fólksins.

Heildarkostnaður vegna blómakerja frá árinu 2015 er ríflega 62 milljónir króna á verðlagi hvers árs. Byrjað var að nota blómakerin um síðustu aldamót. Upplýsingar um tjón eða slys vegna blómakerja liggja ekki fyrir hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Fram kemur í svarinu að aukning hafi verið á notkun blómakerja í borgarlandinu undanfarin ár. Þau hafa þótt hentug í ýmis verkefni enda augnayndi en einnig vegna verkefna tengdum Betri hverfi og samgöngumálum til að takmarka eða leiða umferð. „Ljóst er að blómakerjum mun eitthvað fjölga áfram enda eins og áður sagði hentug í ýmis verkefni á borgarlandinu,“ segir skrifstofustjórinn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert