Dúxaði og á leið í bifvélavirkjann

Óli Þorbjörn Guðbjartsson útskrifaðist úr FÁ með einkunnina 9,2. Hann …
Óli Þorbjörn Guðbjartsson útskrifaðist úr FÁ með einkunnina 9,2. Hann segist vera ánægður með að vera kominn með stúdentsskírteinið en hann er á leiðinni í bifvélavirkjanám í Borgarholtsskóla.

„Þetta eig­in­lega bara gerðist,“ seg­ir Óli Þor­björn Guðbjarts­son, dúx Fjöl­brauta­skól­ans við Ármúla, spurður hvort hann hafi bú­ist við því að dúxa.

Óli út­skrifaðist í dag af viðskipta- og hag­fræðibraut með ágæt­is­ein­kunn­ina 9,2. Hann stefn­ir nú í bif­véla­virkj­a­nám í Borg­ar­holts­skóla.

„Ég er mjög hepp­inn að vera með svona gott bak­land,“ seg­ir Óli. Hann kveðst þakk­lát­ur fyr­ir þann stuðning sem hann hef­ur fengið frá for­eldr­um sín­um, syst­ur sinni og afa sín­um. Ekki síst er hann ánægður með þá kenn­ara sem hafa kennt hon­um í FÁ.

„Kenn­ar­arn­ir í FÁ eru al­veg frá­bær­ir og mjög góðir kenn­ar­ar,“ seg­ir hann og nefn­ir sér­stak­lega stærðfræðikenn­ara sinn, Moniku.

Mörg járn í eld­in­um

Óli er frá Sel­fossi og var fyrstu tvö ár fram­hald­skóla­göngu sinn­ar í Fjöl­brauta­skóla Suður­lands, þar sem var einnig á viðskipta- og hag­fræðibraut.

Hann skipti yfir í FÁ þegar fjöl­skyld­an flutti til Reykja­vík­ur en nú býr hann í Vatns­mýr­inni. Hann tók einnig þrjá fjar­náms­áfanga í Versl­un­ar­skól­an­um.

Óli Þorbjörn Guðbjartsson dúx.
Óli Þor­björn Guðbjarts­son dúx. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég hef mjög mik­inn áhuga á kvik­mynda­gerð og tók þátt í Kvik­mynda­hátíð fram­halds­skól­anna í FÁ sem er hald­in á hverju ári,” seg­ir hann. „Mig lang­ar að koma mér á fram­færi í kvik­mynda­gerð í framtíðinni en eins og staðan er núna ætla ég að fara í bif­véla­virkj­ann.“

Hann seg­ist hafa fengið áhuga á bíl þegar hann keypti sér sinn fyrsta bíl stuttu eft­ir að hann flutti í borg­ina.

„Mig lang­ar að kunna á bíla og mér finnst það nett að geta gert við sinn eig­in bíl,“ seg­ir hann. Hann stefn­ir því á að fara í bif­véla­virkj­a­nám í Borg­ar­holts­skóla en síðan ætl­ar hann í há­skóla­nám.

Planið var alltaf viðskipta­fræði

„Planið var alltaf að fara í viðskipta­fræði í Há­skóla Íslands en eins og staðan er núna hljóm­ar það miklu meira spenn­andi að læra á bíla,“ seg­ir hann. Hann seg­ist þó vilja gera eitt­hvað í framtíðinni sem teng­ist viðskipt­um.

Hann seg­ist vilja flytja til út­landa og kynn­ast ann­arri menn­ingu. Hann skýt­ur því inn að hann hafi búið í banda­ríkj­un­um í um eitt ár þegar hann var í 8. bekk í grunn­skóla en nú vill hann aðallega fara til Evr­ópu og þá helst til Bret­lands eða Írlands.

„Mín stefna var alltaf að fara í viðskipta­fræði og taka Era­smus í Írlandi,“ seg­ir hann. Óli seg­ist að lok­um vera afar sátt­ur með það að vera orðinn stúd­ent og lít­ur björt­um aug­um fram á veg­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert