Éljagangur og miklum pirringi spáð

Él sem hröpuðu í Garðabæ.
Él sem hröpuðu í Garðabæ. mbl.is/Þorsteinn

Haglél gekk yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í dag. Að sögn veðurfræðings eru líkur á frekara hagléli út næstu viku.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að éljagangur komi gjarnan þegar vindur blæs úr suðvestanátt. „Það er okkar skúraéljavindátt.“

Suðvestanátt mun vera út vikuna og því getur vel verið að él gangi yfir annað slagið.

Margir verða orðnir pirraðir

„Þegar ský verða nógu háreist og kalt er yfir landinu nær þetta bara ekki að bráðna á leiðinni,“ segir Óli Þór. Hann bætir við að það séu minni líkur á slíkum veðuraðstæðum nú í nótt og á morgun.

Búast megi við rigningu og hugsanlega slyddu á næstu dögum og því geti vel verið að éljagangur fylgi með.

Á morgun er þó hlýrri loftmassi yfir landinu og þess vegna minni líkur á éljagangi, en loftmassinn fer síðan aftur kólnandi í vikunni, segir Óli.

„Margir verða orðnir pirraðir undir lok vikunnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert