Erfitt verður að koma böndum á þróun gervigreindar. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í Morgunblaðinu í dag.
Bendir hún á að ef Vesturlönd velji að setja takmarkanir á tæknina verði ekkert því til fyrirstöðu að aðrir og „misvandaðir“ þjóðhöfðingjar sæki fram á því sviði, enda séu litlar aðgangshindranir að tækninni. Uppi séu ýmis álitaefni sem stjórnvöld um allan heim þurfi að glíma við í sameiningu.
Nánar í Morgunblaðinu.