Fyrsta HIV-smitið greindist fyrir 40 árum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun taka til máls á sátta-og minningarstundinni …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun taka til máls á sátta-og minningarstundinni í Fríkirkjunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Árleg minningarstund samtakanna HIV Ísland verður haldin á morgun klukkan 14 í Fríkirkjunni, en er með öðru sniði í ár, og mun forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir taka til máls.

Á þessu ári eru fjörutíu ár liðin frá því að fyrsta HIV-smitið var greint á Íslandi, en minningarstundin hefur verið haldin í tæp þrjátíu ár.

Sátta- og minningarstund

 

Í auglýsingu á vef samtakanna segir að forsætisráðherra muni koma fram og viðurkenna þá fordóma sem HIV jákvæðir og alnæmissjúkir mættu, af hendi yfirvalda og almennings við upphaf faraldursins. Að þessu sinni ber viðburðurinn yfirskriftina sátta- og minningarstund.

Auk Katrínar taka til máls þau Einar Þór Jónsson framkvæmda­stjóri HIV Ísland, Halla Kristín Sveins­dóttir aðstandandi, Álfur Birkir Bjarnason formaður Samtakanna  ‘78, Svavar G. Jónsson formaður HIV Ísland og Hjörtur Magni Jóhannsson forstöðumaður Fríkirkjunnar.

Listamennirnir Hörður Torfa, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Úlfur Viktor Björnsson troða upp ásamt tónlistarfólki Fríkirkjunnar undir stjórn Gunnars Gunnarssonar.

Rauði borðinn er fyrir löngu orðinn þekktur sem alþjóðlegt tákn …
Rauði borðinn er fyrir löngu orðinn þekktur sem alþjóðlegt tákn fyrir baráttuna gegn HIV. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert