Gíturum sem stolið var af gítarsmiðnum Gunnari Erni Sigurðssyni hafa skilað sér aftur heim. Þetta segir Gunnar á Facebook-síðu sinni.
Brotist var inn í verkstæði Gunnars við Brautarholt í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags og tveimur rándýrum en ókláruðum gíturum stolið.
Nú þegar Gunnar hefur fengið hljóðfærin aftur í hendurnar getur hann klárað þau en rauði gítarinn verður til sölu þegar hann verður tilbúinn.