Allhvöss suðvestanátt, og jafnvel hvöss á köflum verður í dag og næstu daga. Henni fylgir skúraveður sunnan- og vestantil.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að inn á milli eigi eftir að kólna, svo það gæti borið á slydduéljum sums staðar.
Á Norðaustur- og Austurlandi verður hægari vindur, yfirleitt þurrt og talsvert hlýrra og ætti hiti að geta farið yfir 15 stig allvíða á því svæði.