Rafmagn er komið aftur á við götur í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi, þar sem rafmagni sló út síðdegis í dag.
Þetta segir í tilkynningu á vef Veitna, en unnið var að viðgerð í nokkrar klukkustundir.
Rafmagninu sló út vegna háspennubilunar og hafði áhrif við göturnar Einimel, Kaplaskjólsveg, Granaskjól, Tjarnarmýri og Tjarnarból.