Skortur á tölfræðilegum upplýsingum um förgun lyfja

Ekki er skráð hve miklu af lyfjum er fargað á …
Ekki er skráð hve miklu af lyfjum er fargað á landinu öllu. mbl.is/Sverrir

Hvergi virðist vera hægt að nálgast upplýsingar um heildarmagn allra þeirra lyfja á Íslandi sem almenningur skilar til förgunar í apótek landsins og því ómögulegt að vita hversu mikið fellur til á hverju ári.

Í svari Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin búi ekki yfir ítarlegum upplýsingum í úrgangsgögnum sínum, til að geta svarað spurningunni um heildarmagn þeirra lyfja sem almenningur skilar til förgunar í apótek landsins.

Þá sé það þannig að þegar rekstraraðilar skili til Umhverfisstofnunar magntölum eigi lyfjaúrgangur að vera flokkaður í sama flokk og annar efnaúrgangur. Því sé ekki mögulegt að sjá magn lyfjaúrgangs sem fellur til á landinu og þar af leiðandi ekki hægt að sjá magnið sem skilað er í apótekin. 

Nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert