Slæmt skyggni og kraftmiklar hviður

Kort af veðurstofu Íslands.
Kort af veðurstofu Íslands. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun er í gildi á Ströndum og Norðurlandi Vestra til klukkan 18 síðdegis í dag. 

Suðvestan og sunnanátt gengur yfir með vindstyrk sem nemur 15 til 20 metrum á súkundu, með hviðum sem fara staðbundið yfir 30 metra á sekúndu, 

Einnig má búast við takmörkuðu skyggni á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum. Það getur því verið varasamt að aka þar um í ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert