Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Skipholti í Reykjavík um klukkan fjögur í nótt.
Einn var inni í íbúðinni er eldurinn kviknaði en var kominn út er slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Hann var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.
Að sögn varðstjóra var um töluverðan eld að ræða miðað við stærð íbúðar. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni.
Slökkvistarf tók um eina og hálfa klukkustund og eru eldsupptök óljós.