Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Þingeyjarsýslum hefur formlega afhent stofnuninni ný maga- og ristilspeglunartæki. Það gerir HSN kleift að taka þátt í skimunarátaki sem fyrirhugað er á landsvísu.
Tækin eru komin í gagnið og hafa reynst vel. Speglunartækin kostuðu um níu milljónir króna, að frátöldum virðisaukaskatti, og nýtur félagið stuðnings félagasamtaka, einstaklinga og fyrirtækja við verkefni sín fyrir heilbrigðisstofnunina.
Tilgangur styrktarfélagsins er að styðja við starfsemi á starfsstöðvum HSN í Þingeyjarsýslum með fjárframlögum til kaupa á lækningatækjum og öðrum nauðsynlegum búnaði fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Til að sinna þessu hlutverki innheimtir félagið árgjöld hjá félögum og nýtur tekna af sölu minningarkorta auk þess sem það tekur við frjálsum framlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær.