Greina þurfi betur lykt frá fuglahúsum

Hænur á hænsnabúi. Mynd úr safni.
Hænur á hænsnabúi. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Ekki fæst leyfi til að fjölga alifuglahúsum á Melavöllum á Kjalarnesi að svo stöddu. Um sé að ræða umtalsverða stækkun sem komi til með að hafa víðtæk áhrif á nærumhverfið. Ljóst sé að ráðast þurfi í ítarlegri og frekari greiningar á umhverfisáhrifum á borð við lyktarmengun áður en mögulegt sé að taka afstöðu til erindisins.

Þetta varð niðurstaða skipulagsfulltrúa Reykjavíkur þegar hann tók til afgreiðslu fyrirspurn Brimgarða ehf., um breytingu á deiliskipulagi Melavalla á Kjalarnesi, á síðasta fundi sínum.

Í fyrirspurninni fólst hvort heimilt yrði að byggja fjögur alifuglahús austan við núverandi alifuglahús á lóðinni, þannig að í heildina verði 11 slík hús á lóðinni. Eftir áformaða stækkun kjúklingabúsins verði 196.000 stæði fyrir kjúklinga á búinu. Auk þess er gert ráð fyrir að haughús verði byggt þar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert