Heiðarskóli vann Skólahreysti

Lið Heiðarskóla vann Skólahreysti 2023.
Lið Heiðarskóla vann Skólahreysti 2023. Ljósmynd/Aðsend

Lið Heiðarskóla vann Skólahreysti 2023 en úrslitin fóru fram í Laugardalshöll í gærkvöldi.

Sigurliðið skipuðu þau Jón Ágúst, Alísa Myrra, Guðlaug Emma, Sigurpáll Magni og varamenn voru þau Snorri Rafn og Ylfa Vár. Liðið vann keppnina með 67 stig af 72 mögulegum.

Holtaskóli varð í öðru sæti með 55,5 stig og Garðaskóli hreppti þriðja sætið með 42 stig.

Særún Luna Solimene úr Laugalækjaskóla gerði flestar armbeygjur, alls 39 talsins. Rakel Rún Sævarsdóttir úr Vallaskóla hékk lengst í hreystigreipinni eða í 13.22 mínútu. Jón Ágúst Jónsson úr Heiðarskóla bar sigur úr býtum í upphífingum og dýfum en hann gerði 52 upphífingar og 51 dýfu. Þá átti Heiðarskóli besta tímann í hraðaþrautinni en þau Guðlaug Emma Erlingsdóttir og Sigurpáll Magni Sigurðsson fóru brautina á 2 mínútum og 9 sekúndum.

Aðrir skólar sem kepptu í úrslitunum í ár voru Lágafellsskóli, Varmahlíðarskóli, Flóaskóli, Hvolsskóli, Vallaskóli, Álfhólsskóli, Laugalækjarskóli, Lundarskóli og Stapaskóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert