Hin franskættaða Héloïse Wary hefur búið hér á landi í þrjú ár. Heloïse, sem er 27 ára gömul, ústkrifast frá Háskóla Íslands í júní en þar lagði hún stund á íslensku sem annað mál.
Í lokaritgerð sinni til BA-prófs fjallar hún um hvernig það er að vera útlendingur og tala íslensku. Þá fer hún yfir það sem frönskumælandi einstaklingur, hvað sé erfiðast við að læra íslensku og hversu mikilvæg æfingin sé.
„Það erfiðasta fyrir Frakka, þegar kemur að því að læra íslensku, er framburðurinn,“ segir Héloïse og gefur blaðamanni nokkur góð dæmi.
Í ritgerðinni fer hún yfir hvað sú færni að tala íslensku á Íslandi geti haft jákvæð áhrif á hegðun í samfélaginu, sérstaklega fyrir útlendinga. Með því að læra íslenskuna sé auðveldara að tryggja tengsl, sambönd og fá aðstoð frá samfélaginu.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær.