„Veðurlagið þessa dagana þykir mörgum frekar leiðinlegt, suðvestanátt, allhvöss eða hvöss á köflum, en sunnan og vestantil á landinu gengur á með skúrum og jafnvel hagléljum af og til.“
Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
„Og eins það sé ekki nóg koma hér dálítil skil inná milli með nánast samfelldri rigningu,“ segir í hugleiðingunum en hiti verður á bilinu 5 til 10 stig.
Á Norðaustur- og Austurlandi en hins vegar yfirleitt úrkomulítið og nokkrum gráðum hlýrra að auki.
„Í raun gæti þetta veðurlag staðið út komandi viku að mestu leyti,“ ritar veðurfræðingur.