Ölvaður ökumaður reyndi að komast undan lögreglu en bakkaði á lögreglubifreið.
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist um hugsanlega ölvaðan ökumann. Lögregla stöðvaði ökumanninn en hann reyndi að komast undan og bakkaði þá á lögreglubifreiðina.
Ökumaðurinn var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur og umferðaróhapp. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.
Þá barst tilkynning um einstakling sem var að brjótast inn í bifreiðar. Hann náðist stuttu síðar og var með meint þýfi meðferðis.
Skýrsla var tekinn af einstaklinginum á lögreglustöð og var hann látinn laus að því loknu.