Skipverjinn, sem var sóttur af togara út af Snæfellsnesi snemma í morgun, fótbrotnaði.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg en björgunarskip félagsins, Björg á Rifi, var kallað út klukkan sex í morgun.
Björg sigldi út með sjúkraflutningamenn og lækni frá Ólafsvík sem fóru um borð í togarann til að verkjastilla sjómanninn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti síðan manninn rétt um sjö og flutti til Reykjavíkur.
Björg flutti lækni og sjúkraflutningamenn til baka.