Þyrlan kölluð til vegna slasaðs skipverja

TF-GNÁ sinnti útkallinu.
TF-GNÁ sinnti útkallinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Rétt eftir klukkan hálf sex í nótt barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð vegna skipverja togskips út af Snæfellsnesi sem hafði slasast þegar skipið fékk á sig brotsjó.

Í tilkynningu kemur fram að um 45 mínútum síðar hélt TF-GNÁ frá Reykjavíkurflugvelli til skipsins. 

Rétt fyrir klukkan hálf átta var hífingum við skipið lokið og hélt þyrlan með hinn slasaða á Landspítalann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert