Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hugnast ekki staðsetning nokkurra auglýsingaskilta sem fyrirtækið Dengsi ehf. hugðist koma fyrir í höfuðborginni. Hins vegar er gefið grænt ljós á nokkrar staðsetningar.
Dengsi sótti um leyfi til borgarinnar fyrir fyrir 17 auglýsingastöndum með LED-skjá, 1,40 m á breidd og 2,36 m á hæð.
Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemdir við staðsetningu skilta sem þegar eru komin upp, þ.e. við Bæjarháls, Höfðabakka, Jónsgeisla, Skógarsel, Stekkjarbakka, Þúsöld, Strandveg, Lækjartorg, Tryggvagötu, Miklubraut og tvö skilti við Gullinbrú.
Hins vegar eru gerðar athugasemdir við staðsetningu skilta við Vonarstræti, Kalkofnsveg, Njarðargötu, Gömlu Hringbraut og Laugaveg/Kringlumýrarbraut. Af ýmsum ástæðum eru þessar staðsetningar ekki taldar heppilegar. Finna þurfi aðrar fyrir þau skilti.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.