Yfir fjörutíu börn af Norðurlandi tóku þátt í ráðstefnu mennta- og barnamálaráðherra um barnvænt Ísland og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hérlendis. Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða athugasemdir barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um innleiðinguna og veita börnum rödd í ákvarðanatökum er varða hag þeirra.
Ráðstefnan fór fram í Rósenborg á Akureyri og komu þar 41 fulltrúi barna á aldrinum 13-15 ára úr grunnskólum Norðurlands. Var börnunum falið að koma með sínar tillögur varðandi hvernig íslenska ríkið skyldi bregðast við lokaathugasemdum barnaréttarnefndarinnar í þeim tilgangi að gera Ísland að enn betri stað fyrir öll börn.
Athugasemdum var skipt í flokka undir mismunandi yfirskriftum sem voru:
Tillögur barnanna verða síðan teknar til greina við úrvinnslu athugasemdanna innan Stjórnarráðsins.
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna er staðsett í Genf og fer með eftirlitshlutverk um framkvæmd Barnasáttmálans í aðildarríkjunum. Hvert aðildarríki fær athugasemdir, eftir úttekt nefndarinnar á réttindum barna, á fimm ára fresti. Íslensk stjórnvöld fullgiltu Barnasáttmálann árið 1992 og lögfestu hann árið 2013.