Íbúar upplifa sig svikna

Vinir Vatnsendahvarfs telja lagningu Arnarnesvegar fela í sér mikið rask …
Vinir Vatnsendahvarfs telja lagningu Arnarnesvegar fela í sér mikið rask og krefjast umhverfismats. Ljósmynd/Helga Kristín Gunnarsdóttir

Sex mánuðir eru liðnir síðan hóp­ur íbúa kærði lagn­ingu Arn­ar­nes­veg­ar til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. Vega­gerðin upp­lýsti fyrr í mánuðinum að fimm til­boð hefðu borist í útboði um verkið. Hóp­ur íbúa í ná­grenni fyr­ir­hugaðs veg­ar, sem kalla sig Vini Vatns­enda­hvarfs, upp­lif­ir sig svik­inn vegna fram­kvæmd­anna. 

Málsmeðferðar­tím­inn kveik­ir þó von­ar­neista að sögn Helgu Krist­ín­ar Gunn­ars­dótt­ur, talskonu hóps­ins. Hann geti bent til þess að íbú­arn­ir eigi lögv­arða hags­muni og að málið sé til efn­is­legr­ar meðferðar hjá nefnd­inni.

Nýr vegur verður lagður á brú yfir Breiðholtsbrautina og inn …
Nýr veg­ur verður lagður á brú yfir Breiðholts­braut­ina og inn aft­ur á ljós­a­stýrðum gatna­mót­um. Tölvu­mynd/​Vega­gerðin

„Við erum enn að bíða eft­ir úr­sk­urði vegna kær­unn­ar. Það hef­ur dreg­ist mikið, sem gef­ur manni þó von um að verið sé að taka málið fyr­ir efn­is­lega. Þeir hafa áttað sig á því að tug­ir íbúa sem skrifa und­ir kær­una eigi lögv­arða hags­muni,“ seg­ir Helga, en fyrri kæru hóps­ins var vísað frá þar sem hann var ekki tal­inn hafa lögvar­inna hags­muna að gæta.

Hóp­ur­inn fer fram á að gert verði nýtt um­hverf­is­mat en byggt er á um­hverf­is­mati frá ár­inu 2003. Þá gagn­rýn­ir Helga að vist­lok, eða nokk­urs kon­ar gróður­brýr yfir veg­inn, hafi verið til staðar á teikn­ing­um í deili­skipu­lagi en þau sé hvergi að sjá í útboðslýs­ingu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert