Landbrot getur ógnað byggðinni

Múlakvísl sumarið 2020.
Múlakvísl sumarið 2020. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Við viljum skoða hvernig væri hægt að stýra farvegi Múlakvíslarinnar,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um gerð varnargarðs við Vík.

„Hún hefur viljað fara í vestur í áttina að svokölluðum Höfðabrekkujökli, náttúrulegum varnargarði frá gosinu 1918, og gæti farið að éta úr honum og einnig bara úr þjóðveginum, svo við vildum beina því til Vegagerðarinnar að huga að farvegi Múlakvíslar undir og fyrir neðan brúna,“ bætir hann við og á þar við gos í eldstöðinni Kötlu fyrir rúmri öld.

Sveitarstjórnin hefur líka barist fyrir því að svokallaður Kötlugarður, sem reistur var 2020, verði almennilega grjótvarinn sjávarmegin.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert