Matvælastofnun hefur svipt kúabú á Suðurlandi mjólkursöluleyfi vegna brota á matvælalögum. Jafnframt hafa verið lagðar á dagsektir til að knýja á um úrbætur í dýravelferð.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Mast.
Mast hefur heimild til þvingunaraðgerða af þessu tagi. Þá hefur stofnunin heimild til að vinna úrbætur á kostnað umráðamanns dýra.
Alvarlegasta þvingunarúrræðið er síðan vörslusvipting.