Prófun á SMS-rýmingar­boði á mið­viku­dag

Varnargarður í Neskaupstað.
Varnargarður í Neskaupstað. Ljósmynd/Almannavarnir

Prófanir á rýmingarboðun í gegnum SMS-skilaboð verða gerðar þann 24. maí næstkomandi. Skilaboðin verða send út klukkan 13:00 á þá sem eru í Neskaupstað og nærliggjandi þéttbýli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Prófunin er gerð til þess að komast til botns í því hvers vegna samskonar rýmingarboð skilaði sér ekki til allra sem staddir voru á flóðasvæðinu í Neskaupstað í mars.

Í skilaboðunum sem berast á miðvikudag mun koma skýrt fram að um prófun sé að ræða. Biðlað er til þeirra sem verða á svæðinu á þessum tíma og fá skilaboðin að bregðast vel við en góð þátttaka sé mikilvæg.

„Þess er vinsamlegast óskað í framhaldinu að allir þeir sem staðsettir eru í Neskaupstað á þeim tíma sem skilaboðin eru send og fá þau ekki í farsíma sína, á tímabilinu frá kl. 13:00 til 13:30 þennan dag, tilkynni það rafrænt með því að svara spurningum á eftirfarandi slóð: www.112.is/bodunartilkynning,” segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert