Ríkissáttasemjari boðar til fundar í dag

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður …
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samsett mynd

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BSRB og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SNS) á fund í dag klukkan 15. 

Verkfallsboðun félagsmanna BSRB hefur verið samþykkt í 29 sveitarfélögum um allt land.

Í dag hófust verkfallsaðgerðir hjá sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. 

Þá leggja starfsfólk tíu sveitarfélaga niður störf í vikunni eða um 1.500 manns. Sveitarfélögin tíu sem verkfallsaðgerðir vikunnar ná til eru Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Hveragerði, Árborg, Ölfus, Reykjanesbær og Vestmannaeyjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert