Mat á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis á kostnaði við flutning og endurbyggingu Angró og Wathne-húss upp á 190 milljónir króna, frá árinu 2021, gerir ráð fyrir að ríkið beri kostnað af flutningi húsanna á öruggari svæði í bænum og sjái um 50% kostnaðar við uppbyggingu þeirra.
Á fundi byggðarráðs Múlaþings í síðustu viku var samþykkt að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að fjárframlag ríkisins stæði undir bæði flutningi og endurbyggingu húsanna, enda sé um sögulegar gersemar að ræða sem skipti máli, ekki bara fyrir Seyðisfjörð heldur fyrir landið allt.
„Þessi tvö hús eru mjög sérstök,“ segir Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings í samtali við Morgunblaðið.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.