Stormur með hryðjum á morgun

„Minnkandi vindur og dregur líka úr úrkomu í dag, en fer að rigna sunnan- og vestantil í kvöld. Síðan hvessir verulega á landinu þegar skilin fara hjá.“

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Hiti verður á bilinu 6 til 13 stig.

Á morgun er gert ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með mjög hvössum skúra eða élja hryðjum. Dregur aðeins úr vindi seint annað kvöld.

„Festa þarf lausamuni sem annars gætu fokið,“ ritar veðurfræðingur.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert