Varað við mögulegri röskun á utanlandsflugi

Vont veður að vori til í þetta sinn.
Vont veður að vori til í þetta sinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Isavia hvetur ferðalanga á leið til útlanda til þess að vera á varðbergi og fylgjast vel með veðurspám næstu tvo daga. Möguleiki sé á því að flug raskist vegna veðurs á morgun og miðvikudag. 

Vegna veðurs getur orðið röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli og um innanlandsflugvelli frá morgni þriðjudagsins 23. maí og fram eftir morgni miðvikudaginn 24. maí 2023. Veðurspá gerir ráð fyrir töluverðum vindi og einhverri úrkomu.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um ástand vega á vef Vegagerðarinnar, veðurspá á vef Veðurstofunnar og flugtíma á vef Isavia og hjá viðkomandi flugfélögum,“ segir í tilkynningu á vef Isavia. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert