Varðhald framlengt um tvær vikur

Selfoss.
Selfoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt um tvær vikur gæsluvarðhald yfir manni á þrítugsaldri sem er grunaður að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl.

Gæsluvarðhaldið átti að renna út síðastliðinn föstudag og mun því í staðinn renna út 2. júní.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var fallist á það í úrskurðinum að maðurinn yrði áfram í einangrun. Áður hafði Landsréttur aflétt einangruninni sem maðurinn hafði sætt.

Sveinn Kristján segir rannsókn málsins í fullum gangi en að hún taki sinn tíma. Enn sé beðið eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert