Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir í samtali við mbl.is að minniháttar vatnsleki hafi leitt til þess að rafmagni sló út í hluta línumiðstöðvar sem sendir út sjónvarpsútsendingarnar.
„Einhver vatnsleki sem að virðist vera minniháttar og hefur óveruleg áhrif,“ segir Stefán en sjónvarpsútsendingar Rúv hafa legið niðri í rúmar 40 mínútur.
„Þetta verður vonandi komið í lag eftir stutta stund,“ segir hann og bætir við að útsendingar sjónvarpsins hefjast ekki fyrr en klukkan 13 þannig að útsendingarleysið hefur lítil áhrif.
Vatn lekur úr lofti í línumiðstöð og inn í einhver tæki en Stefán segir skemmdir á tækjum vera minniháttar.
Uppfært 10:35
Sjónvarpsútsendingarnar eru aftur komnar í loftið.