Nóg var gera í sjúkraflutningum hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Verkefnin voru 114 talsins og slökkviliðsbílarnir fóru í fimm minniháttar verkefni.
Meðal annars fóru þeir í hreinsun eftir minniháttar umferðarslys tveggja bíla í Hafnarfirði um tvöleytið í gær, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.
Einnig sinntu þeir vatnsleka.