3,8 stiga jarðskjálfti við Grímsey

Skjálftinn var 3,8 af stærð.
Skjálftinn var 3,8 af stærð. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 varð 9 kílómetra austur af Grímsey nú í kvöld. Hafa nokkrar tilkynningar borist Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hafi fundist í byggð. 

Skjálftinn reið yfir klukkan 19.22 og hafa nokkrir minni skjálftar fylgt honum. 

Við Grímsey er þekkt og virkt jarðskjálftasvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert