Krökkt af ferðamönnum á Akureyri

Það var mikill erill á götum Akureyrar í gær.
Það var mikill erill á götum Akureyrar í gær. Samsett mynd/Þorgeir

Á bil­inu 6 til 7 þúsund farþegar skemmti­ferðaskip­anna Norweg­i­an Prima og Aida Luna þræða nú göt­ur Ak­ur­eyr­ar. Guðný Ket­ils­dótt­ir, versl­un­ar­stjóri Penn­ans Ey­munds­son, seg­ir það sann­ar­lega setja svip á bæj­ar­brag­inn þegar svo marg­ir farþegar koma inn í sveit­ar­fé­lag sem tel­ur um 20 þúsund íbúa. Hún seg­ist hafa gert ráðstaf­an­ir vegna tíðra koma skemmti­ferðaskipa í sum­ar, sem felst einkum í því að hafa vel mannað í versl­un­um til að bregðast við öll­um mann­fjöld­an­um. Guðný rek­ur einnig minja­gripa­versl­un­ina The Vik­ing í Hafn­ar­stræti.

Skipið er gríðarlega stórt.
Skipið er gríðarlega stórt. mbl.is/Þorgeir

Guðný seg­ir að sum­arið sé sann­ar­lega hafið á Ak­ur­eyri með komu skemmti­ferðaskip­anna og sé fín inn­spýt­ing inn í at­vinnu­lífið. Fyr­ir utan hið hefðbundna, svo sem skipu­lagðar skoðun­ar­ferðir og hvala­skoðun, hafi skips­farþegar líka laus­an tíma sem nýtt­ur er til að þræða versl­an­ir í miðbæn­um eða til að skoða Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Guðný kann­ast lítið við nei­kvæð áhrif af skipa­kom­un­um og vilji fólk kom­ast úr ferðamanna­ös­inni sé auðvelt að finna frið og ró utan miðbæj­ar­ins.

mbl.is/Þorgeir

Annað skip­anna sem nú ligg­ur í Ak­ur­eyr­ar­höfn er hið risa­vaxna Norweg­i­an Prima sem nefnt var við hátíðlega at­höfn við Skarfa­bakka 27. ág­úst í fyrra. Söng­kon­an Katy Perry var viðstödd og söng fyr­ir gesti at­hafn­ar­inn­ar í Hörpu. Þetta er í fyrsta sinn sem Norwegian Prima kemur til Akureyrar. 

mbl.is/Þorgeir
Einhverjir gengu kirkjutröppurnar og fengu hjartasláttinn á fullt.
Einhverjir gengu kirkjutröppurnar og fengu hjartasláttinn á fullt. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert