Árás á Íslending vísað til lögreglu á ný

Lundur í Svíþjóð er skammt frá borginni Malmö og dönsku …
Lundur í Svíþjóð er skammt frá borginni Malmö og dönsku landamærunum. Þar varð íslensk kona fyrir alvarlegri líkamsárás um helgina. Kort/Google Maps

Fátt er tíðinda í rannsókn lögreglunnar í Lundi í Svíþjóð á alvarlegri líkamsárás á íslenska konu þar í bænum sem stungin var með eggvopni í hverfinu Östre Torn síðdegis á laugardag, að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar í suðurumdæmi sænsku lögreglunnar sem ræddi við mbl.is.

Staðfestir upplýsingafulltrúinn að fórnarlamb árásarinnar sé íslenskur ríkisborgari en upplýsingafulltrúi saksóknara, sem ræddi við mbl.is fyrr í dag, kvað málinu hafa verið vísað frá saksóknara til lögreglunnar á staðnum á nýjan leik eftir að 45 ára gömlum manni, sem upphaflega lá undir grun um að hafa veist að konunni, var sleppt úr haldi á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert