Búin að sækja um einkaleyfi

Hans Tómas, Salvör Rafnsdóttir og Kijin Jang, doktorsnemar við sömu …
Hans Tómas, Salvör Rafnsdóttir og Kijin Jang, doktorsnemar við sömu deild, hlutu Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Það er mjög hvetjandi að hljóta þessi verðlaun. Svona verkefni eru dýr og verðlaunaféð á klárlega eftir að hjálpa okkur með framhaldið sem ég er bjartsýnn á og spenntur fyrir en við erum búin að sækja um einkaleyfi fyrir þessu,“ segir Hans Tómas Björnsson, prófessor við læknadeild.

Hann er einn aðstandenda verkefnis sem varð hlutskarpast í samkeppni um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands 2023 sem veitt voru í gær.  

Lyfjameðferð sem virkjar kæliferil frumna í mannslíkamanum og miðar að því að draga úr taugaskaða við alvarleg veikindi varð hlutskörpust í samkeppninninni. Verkefnið sigraði í heildarkeppninni og í flokknum Heilsa og heilbrigði.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert