Lægð vestur af Íslandi sem færir sig hægt til austurs veldur suðvestan hvassviðri og stormi á landinu í dag með tilheyrandi gulum viðvörunum.
Hægt er að fylgjast með lægðinni ganga yfir landið á vefnum Windy:
Á höfuðborgarsvæðinu tók gul viðvörun gildi klukkan 10.
Vindhraðinn nær hámarki síðdegis en búast má við 15-23 metrum á sekúndu víðast hvar en hann verður heldur hægari Austanlands.
Seint í kvöld dregur smám saman úr vindi norðvestan til og í nótt og á morgun dregur frekar úr vindi annars staðar. Veðurviðvaranir á Suður- og Austurlandi falla úr gildi síðdegis á morgun.
Athugið: Gula viðvörun er í gildi fyrir allt landið í dag 23. maí. Búast má við hviðum allt að 35-40 m/s. Vegfarendur með aftanívagna eru hvattir til að skoða veðurspá vel áður en lagt er af stað. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 23, 2023