Glæsibílar við heimskautsbaug

Glæsikerrur á hlaðinu í Ystafelli
Glæsikerrur á hlaðinu í Ystafelli Mynd/Sverrir Ingólfsson

Fríður flokkur glæsibifreiða lagði leið sína í samgönguminjasafnið í Ystafelli. Sverrir Ingólfsson safnstjóri sagði að þar væri á ferð félagar í skipulagðri ferð á vegum franska fyrirtækisins Rallystory þar sem ferðast er á fornum og nýjum eðalbílum um allan heim. 

Voru margir ferðalangar hissa að heimsækja þetta stórmerka safn langleiðina norður við heimskautsbaug og ekki síður að heyra að allir bílarnir á safninu eiga sér sögu á Íslandi. Sambærilegur hópur heimsótti Sverri síðast árið 2019 og aldrei að vita hvort heimsóknirnar verði ekki fleiri í framtíðinni.

Ótrúlegur floti

Sverrir segist ánægður með ferðalag hópsins enda séu bílarnir smíðaðir til þess að nota þá. Hann sagði ferðalangana hæstánægða með ferðina og hæla sérstaklega vegunum á Íslandi. Um 50 bílar voru með í hópferðinni og voru bílarnir eru ekki af verri taginu. Í hópnum eru 17 Ferrari bifreiðar og einn Lamborghini 400 GT frá 1969, Bentley GT frá 2005 og Masserati GranTurismo frá 2016. Elsta farartækið í ferðinni er Jaguar XK120 frá árinu 1952.

Gamlir og nýir bílar voru í hópferð Rallystory
Gamlir og nýir bílar voru í hópferð Rallystory Mynd/Sverrir Ingólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert