Tilkynnt var um þjófnað í verslun í hverfi 108 í Reykjavík í dag. Þegar lögregla kom á staðinn og leitaði á hinum grunaða komu í ljós tvær nautalundir í buxnaskálm hans.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Í miðborginni var tilkynnt um líkamsárás þar sem maður lamdi annan í andlitið. Málið er í rannsókn. Þá var einnig tilkynnt um aðila með ætlað þýfi undir höndum í hverfi 105.
Í hverfi 225 var tilkynnt um fjúkandi trampólín, enda gul viðvörun í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið. Þá var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í Árbænum og í hverfi 270 var tilkynnt um laus hross.