Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur öðru sinni fellt úr gildi þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að uppbygging malasíska athafnamannsins Loo Eng Wah að Leyni 2 og 3 í Landsveit skuli ekki sæta umhverfismati.
Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur Loo unnið að uppbyggingu á svæðinu frá árinu 2019. Þar á að reisa allt að 200 fermetra þjónustuhús fyrir tjaldsvæði, allt að 800 fermetra byggingu fyrir veitingastað, verslun, móttöku og fleira og allt að 45 gestahús á einni hæð, sum þeirra 60 fermetra að stærð og kúluhús við hvert og eitt.
Áform Loos hafa hins vegar mætt harðri andstöðu landeigenda í nágrenni Leynis.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.